spot_img
Saturday, November 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor lofar endurkomu þann 18. janúar

Conor McGregor lofar endurkomu þann 18. janúar

Conor McGregor ætlar að snúa aftur í búrið þann 18. janúar ef marka má orð hans á blaðamannafundi í Rússlandi í morgun. Conor segist vera sama hver andstæðingurinn verður.

Conor McGregor var með blaðamannafund í Mosvku í morgun í samstarfi við veðmálafyrirtækið Parimatch. Conor var auðvitað seinn á blaðamannafundinn en lýsti því yfir að hann ætli sér að berjast þann 18. janúar.

„18. janúar mun einbeittur Conor McGregor snúa aftur í T-Mobile Arena í Las Vegas, Nevada. Spurjið UFC hver andstæðingurinn verður því mér er skítsama. Ég mun vaða í gegnum þá alla eins og keðjusög í gegnum smjör,“ sagði Conor á blaðamannafundinum í morgun.

Nú þegar hafa orðrómar um andstæðinginn farið á loft og eru þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje sagðir líklegastir. UFC ætlaði upphaflega ekki að vera með stórt kvöld þann 18. janúar en breytti sinni áætlun eftir samtal við Conor.

Conor vill berjast í janúar og mæta svo sigurvegaranum úr viðureign Jorge Masvidal og Nate Diaz. Eftir það vill hann fá Khabib Nurmagomedov aftur í Moskvu ef Khabib vinnur Tony Ferguson hvenær sem sá bardagi yrði.

Conor vildi mikið mæta Frankie Edgar í desember en UFC hafði engan áhuga á því. UFC er þegar með þrjá stóra titilbardaga á UFC 245 í desember og var ekki að leitast eftir að bæta öðrum risa bardaga á bardagakvöldið.

Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular