spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor segist vera hættur (aftur)

Conor McGregor segist vera hættur (aftur)

Conor McGregor lýsti því yfir á Twitter að hann væri hættur í MMA.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann tilkynnir að hann sé hættur í MMA. Tilkynningin kemur upp úr þurru en ekki er langt síðan hann sagðist vilja berjast þrjá bardaga á þessu ári.

Conor hefur verið að leita að bardaga en vitað er að UFC hefur ekki verið tilbúið að bóka Conor í bardaga í tómri höll og þar af leiðandi missa af tekjunum frá miðasölunni.

Mögulega er þetta útspil hjá Conor í samningaviðræðum við UFC en Jon Jones og Jorge Masvidal hafa báðir staðið í opinberum deilum við UFC um samninginn sinn.

Conor McGregor hefur áður tilkynnt að hann sé hættur. Fyrsta tilkynningin kom í apríl 2016 á meðan hann var á Íslandi en þá var hann ósáttur við fjölmiðlaskyldur sínar fyrir UFC 200. Conor tilkynnti aftur í mars 2019 að hann væri hættur en snéri aftur í búrið í janúar á þessu ári.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular