Conor McGregor lýsti því yfir á Twitter að hann væri hættur í MMA.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann tilkynnir að hann sé hættur í MMA. Tilkynningin kemur upp úr þurru en ekki er langt síðan hann sagðist vilja berjast þrjá bardaga á þessu ári.
Hey guys I’ve decided to retire from fighting.
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 7, 2020
Thank you all for the amazing memories! What a ride it’s been!
Here is a picture of myself and my mother in Las Vegas post one of my World title wins!
Pick the home of your dreams Mags I love you!
Whatever you desire it’s yours ❤️ pic.twitter.com/Dh4ijsZacZ
Conor hefur verið að leita að bardaga en vitað er að UFC hefur ekki verið tilbúið að bóka Conor í bardaga í tómri höll og þar af leiðandi missa af tekjunum frá miðasölunni.
Mögulega er þetta útspil hjá Conor í samningaviðræðum við UFC en Jon Jones og Jorge Masvidal hafa báðir staðið í opinberum deilum við UFC um samninginn sinn.
Conor McGregor hefur áður tilkynnt að hann sé hættur. Fyrsta tilkynningin kom í apríl 2016 á meðan hann var á Íslandi en þá var hann ósáttur við fjölmiðlaskyldur sínar fyrir UFC 200. Conor tilkynnti aftur í mars 2019 að hann væri hættur en snéri aftur í búrið í janúar á þessu ári.