spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaConor McGregor stelur beltinu af Aldo í Dublin

Conor McGregor stelur beltinu af Aldo í Dublin

Á síðasta stoppinu í heimstúr Jose Aldo og Conor McGregor fyrir UFC 189 var auðvitað stoppað í Dublin. Þar var mikil stemning og ætlaði allt um koll að keyra þegar Conor McGregor hrifsaði belti Aldo af borðinu við mikinn fögnuð viðstaddra.

Conor McGregor hefur látið öllum illum látum í túrnum og toppaði sig í dag með því að taka fjaðurvigtarbelti Aldo af borðinu á blaðamannafundinum. Framan af túrnum lét Aldo ekki ógna sér og virtust lætin í McGregor ekki trufla hann. Á síðustu dögum hefur Aldo verið talsvert pirraðri eins og sjá mátti þegar McGregor kleip í öxl Aldo nýlega. Það verður að segjast að atvikið í kvöld toppar allt sem McGregor hefur gert í túrnum.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular