Friday, July 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC semur við YouTube „stjörnu“

UFC semur við YouTube „stjörnu“

UFC hefur samið við hinn bandaríska Ben Nguyen. Nafnið hringir eflaust ekki mörgum bjöllum en Nguyen fékk sína 15 mínútna frægð á dögunum er gamalt myndband af honum fór eins og eldur um sinu á netinu.

Í myndbandinu var sýnt frá vigtun þar sem andstæðingur Ben Nguyen (13-5) reyndi að ógna honum og síðar klippt í bardagann sjálfan þar sem Nguyen rotaði hann eftir aðeins 25 sekúndur.

Bardaginn fór fram í mars 2014 en myndbandið hér að ofan kom á netið í mars á þessu ári. Það má leiða af því líkur að myndbandið hafi vakið athygli á kappanum sem varð til þess að UFC samdi við hann. Nguyen berst í fluguvigt en hann hefur sigrað sjö bardaga í röð og æfir að mestu hjá Tiger Muay Thai í Tælandi en er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular