spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor stofnar plötufyrirtækið Greenback Records.

Conor McGregor stofnar plötufyrirtækið Greenback Records.

Conor hefur tekið sér nýtt verkefni fyrir hendur og stofnaði plötufyrirtæki ásamt tveimur reynsluboltum úr bransanum nú á dögunum. Fyrirtækið heitir Greenback Records og er stofnað af Conor ásamt Richard Buck og Julian O’Brien. Að eigin sögn eru þetta góðar fréttir fyrir lagahöfunda því Greenback Records stefnir á að greiða listamönnunum betur en tíðkast annars staðar. 

Eins og flestir vita er þetta ekki í fyrsta skipti sem Conor ræðst í verkefni fyrir utan búrið. Hann er nú þegar búinn að koma sér vel fyrir í matargeiranum með Proper Twelve viskí, Forged Irish Stout og The Black Forge Inn, veitingarstaðurinn hans Conor. Conor lék svo eftirminnilega í endurgerðinni af Road House sem kom út fyrr á árinu og hefur fengið 50 milljón áhorf um allan heim.

Núna er Conor kominn í tónlistarbransann og má búast við því að hann og hans teymi muni gera góða hluti þar. Conor er ekki eini stofnandi Greenback Records, en með honum í liði eru þeir Richard Buck og Julian O’Brien.

Richard Buck, forstjóri Greenback Records, er fyrrverandi yfirmaður Global Touring hjá TEG og stofnandi MJR Group. Hann hefur staðið fyrir meira en 2.000 tónleikum á hverju ári um allan heim, þar að meðal nokkrar af stærstu ferðum 50 Cent, SIA, Nostalgic For The Present og Snoop Dogg.

“It’s a privilege to be part of this new chapter in Conor McGregor’s
career. I could not be more excited to be working alongside some of the
most talented artists and producers in the music business to launch
multi-genre music, podcasts and entertainment….It’s time to challenge traditional norms for the way artists and record labels work together and Greenback Records will be at the forefront of revolutionizing the music scene and supporting artists’ talent and creative vision.”

– Richard Buck

Julian O’Brien, yfirmaður A&R hjá Greenback Records, hefur bakgrunn í framsetningu listamanna og hefur stýrt stærsta rapphópi Írlands, Versatile, og var verkefnisstjóri og umboðsmaður fyrir listamenn á borð við The Game, Snoop Dogg, Ice Cube, Cypress Hill, Coolio, Obie Trice, D12 og fleiri.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular