spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor verður með Vin Diesel í nýju xXx myndinni

Conor McGregor verður með Vin Diesel í nýju xXx myndinni

Conor McGregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Vin Diesel staðfesti nýlega að Conor McGregor verði í nýjustu mynd sinni, xXx: The Return of Xander Cage. Í myndinni verða einnig þeir Jet Li og Samuel L. Jackson.

Þetta verður þriðja myndin í xXx seríunni og mun Vin Diesel leika aðalhlutverkið líkt og í fyrstu myndinni. Ekki er ljóst hversu veigamikið hlutverk Conor McGregor fær en auk fyrrgreindra leikara verða þau Tony Jaa og indverska leikkonan Deepika Padukone í myndinni.

Áætlað er að tökur fari fram milli apríl og júlí á þessu ári. McGregor hefur lýst því yfir að hann vilji berjast næst í apríl/maí og gæti því hafið tökur eftir sinn næsta bardaga.

Þetta verður fyrsta stórmynd McGregor og virðist hann vera að feta í fótspor Rondu Rousey sem hefur leikið í nokkrum kvikmyndum að undanförnu. Hugsanlega hefur kvikmyndaferillinn truflað bardagaferil Rousey og skulum við vona að það sama verði ekki upp á teningnum hjá McGregor.

conor mcgregor vin diesel
Conor McGregor ásamt Vin Diesel.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular