Friday, March 29, 2024
HomeErlentConor og Nate Diaz fóru á kostum á skemmtilegum blaðamannafundi

Conor og Nate Diaz fóru á kostum á skemmtilegum blaðamannafundi

Conor DiazUFC hélt sérstakan blaðamannfund fyrir UFC 196 rétt í þessu. Eins og vanalega hafði Conor McGregor ýmislegt að segja og ekki sat Nate Diaz á svörunum.

Seint í gærkvöldi tilkynnti UFC að það yrði Nate Diaz sem kæmi í stað Rafael dos Anjos á UFC 196. Kapparnir mætast í aðalbardaga kvöldsins þann 5. mars.

Conor McGregor sagði á blaðamannafundinum að hann langaði mest í Nate Diaz en margir óskuðu eftir að berjast við hann. Þá gerði hann að sjálfsögðu grín að Frankie Edgar sem hefur grátbeðið um að berjast við McGregor en gat ekki tekið boðinu um að mæta honum á UFC 196 vegna meiðsla.

Að sjálfsögðu gerði McGregor grín að meiðslum Rafael dos Anjos og sagði hann einungis vera með smá mar á fætinum. Smá kæling og íbúfen ætti að geta lagað það en dos Anjos vill ekki berjast samkvæmt McGregor.

McGregor talaði um hve illa Nate Diaz leit út gegn Rafael dos Anjos er þeir mættust í desember 2014. „Hann var mjóasta fitubolla sem ég hef séð,“ sagði McGregor um Diaz í þeim bardaga.

Diaz sakaði McGregor um að vera á sterum en Írinn málglaði svaraði um hæl og sagði; „Ég er ekki á sterum, ég er bara villidýr.“ Að auki benti hann á að tveir liðsfélagar hans, Jake Shields og Gilbert Melendez, hafa báðir fallið á lyfjaprófum. Nate Diaz átti fá svör við því.

Þessi ummæli McGregor voru stórskemmtileg og eiginlega ekki hægt að þýða.

Aðspurður hvernig Diaz ætli að nálgast bardagann sagði hann einfaldlega „Kill or be killed“. Diaz sagði McGregor einungis hafa barist við dverga hingað til en nú muni hann fá „real motherfucker“ eins og Diaz orðaði það svo skemmtilega. Að auki spurði Diaz með hverjum hann væri að æfa. Báðir bardagamenn voru ófeimnir við að hlaða í nokkrar F-bombur.

Jose Aldo sagðist nýlega vera til í að mæta McGregor hvar og hvenær sem er en hafnaði boði UFC um að koma í stað dos Anjos. McGregor kom með afar góð ráð til Aldo og sagði að hann ætti einfaldlega ekki að vera að æfa svona skömmu eftir að hafa verið rotaður. Að hans mati ætti Aldo ekki að berjast í 12-18 mánuði af heilsufars ástæðum sem er eiginlega mjög skynsamt ráð frá McGregor.

Bardagamennirnir mættust augliti til auglits í lok blaðamannafundarins en mikil gæsla var til staðar til að tryggja að ekki færi allt úr böndunum.

Þetta er sennilega einn vinsælasti blaðamannafundur UFC fyrr og síðar en um 222.000 manns horfðu á blaðamannafundinn beint á Youtube rás UFC.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular