spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor telur að Tony Ferguson verði sinn næsti andstæðingur

Conor telur að Tony Ferguson verði sinn næsti andstæðingur

Conor McGregor telur að Tony Ferguson verði sinn næsti andstæðingur. Hann útilokar þó ekki aðra möguleika en titilvörn virðist vera honum efst í huga.

Þessa dagana er verið að frumsýna heimildarmynd um Conor McGregor í fullri lengd. Af því tilefni hefur Conor verið í nokkrum viðtölum og þar á meðal við entertainment.ie.

Í viðtalinu talar hann um nýju heimildarmyndina, frægðina og sinn næsta bardaga. Conor McGregor hefur ekkert barist í UFC síðan hann vann léttvigtartitilinn í nóvember í fyrra. Conor mun að öllum líkindum snúa aftur í búrið á næstu mánuðum og velta margir því fyrir sér hver andstæðingurinn verði.

„Það eru allir að reyna að krækja í mig frá ólíkum íþróttum og mismunandi bardagasamtökum. Það hefur verið þannig lengi. Ég veit að það eru margir áskorendur í UFC og það eru margir áskorendur í boxinu líka. Bardagi í UFC heillar mig svo sannarlega núna og auðvitað titilvörn á léttvigtarbeltinu. Það er bardagamaður með bráðabirgðarbeltið í léttvigtinni. Ég tel að það verði næst. Sjáum hvernig samningaviðræður þróast,“ segir Conor.

Tony Ferguson sigraði Kevin Lee á UFC 216 í október. Þar með varð hann bráðabirgðarmeistari léttvigtarinnar en beltin verða að öllum líkindum sameinuð þegar Conor mætir Tony Ferguson. Conor hefur þó ekki útilokað að klára þriðja bardagann gegn Nate Diaz eða jafnvel mæta einhverjum úr boxheiminum í búrinu.

„Það eru margir möguleikar. Ég þarf að réttmæta beltið mitt, það er bráðabirgðarmeistari, ég er alvöru meistarinn og ég tel að það verði næst. Við erum í samningaviðræðum og sjáum hvernig það fer.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular