spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor valinn bardagamaður ársins - Drullaði yfir Werdum í ræðunni

Conor valinn bardagamaður ársins – Drullaði yfir Werdum í ræðunni

Conor McGregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Conor McGregor var valinn bardagamaður ársins af Fighters Only tímaritinu í gær. McGregor gat ekki verið viðstaddur afhendingunni en sendi þess í stað áhugaverða myndbandskveðju.

McGregor byrjaði á að biðjast afsökunar á fjarveru sinni enda er hann upptekinn við að undirbúa sig fyrir bardagann gegn Rafael dos Anjos í mars.

Það leið ekki á löngu þar til McGregor byrjaði að drulla yfir einhvern og ekki var það næsti andstæðingur hans, Rafael dos Anjos. McGregor beindi athyglinni sinni þess í stað að æfingafélaga dos Anjos, þungavigtarmeistaranum Fabricio Werdum.

„Þungavigtarmeistarinn er ræfill sem getur ekki barist að því hann er með smá eymsli á tá. Hvernig getur þungavigtarmeistarinn hætt við að berjast að því hann er með eymsli á tá? Hvers konar meistari gerir það?“

Fabricio Werdum átti að berjast í kvöld við Cain Velasquez á UFC 196 en báðir drógu sig úr bardaganum. Bardagakvöldið var því breytt úr „Pay Per View“ kvöldi í bardagakvöld á Fox Sports 1 rásinni og heitir ekki lengur UFC 196. Werdum er þó ekki með smávægileg eymsli í tánni eins og McGregor heldur fram.

McGregor baðst svo aftur velvirðingar á fjarveru sinni og lauk svo ræðunni á „takk fyrir og þakkið mér.“

Ræðuna má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular