spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBJJCraig Jones Invitationals byrjar í kvöld.

Craig Jones Invitationals byrjar í kvöld.

Næst besti glímumaðurinn í dag, Craig Jones, fer af stað með glímukeppnina sína Craig Jones Invitationals í kvöld. CJI var stofnað sem hálfgerður gjörningur og gagnrýni á ADCC sem hefur hingað til verið stærsta og virtasta BJJ-keppnin í heiminum. CJI verður haldið sömu helgi og ADCC til þess að veita harða samkeppni og hafa mörg af vinsælustu glímukeppendunum í dag ákveðið að keppa frekar á CJI í Bandaríkjunum en að keppa á ADCC í Dubai. CJI verður best launaðasta BJJ mót frá upphafi.

Alls eru 32 keppendur skráðir til leiks á CJI og fá þeir allir greitt 10.001$ í þátttökugreiðslu. Verðlaunafé fyrir að vinna ADCC er 10.000$ og ákvað Craig Jones að jafna þá greiðslu einfaldlega fyrir að mæta og taka þátt. Þetta er bein gagnrýni á ADCC fyrir að borga ekki íþróttamönnum almennilega fyrir flotta frammistöðu á stærsta glímumóti í heiminum. Craig Jones segir að hann borgi 1$ af þátttökufénu úr eigin vasa. Auk þess mun sigurvegarinn í hverjum flokki fá litlar 1 milljón dollara í verðlaunafé!

Mótið er drekkhlaðið hæfileikaríkum keppendum og verða m.a. tvær superfight glímur á lokadeginum. Craig Jones sjálfur mun mæta Gabi Garcia í kynblandaðri glímu og Ffion Davies mun mæta UFC-stjörnunni Mackenzie Dern. Mótinu er skipt með einföldum hætti í tvo karlaflokka sem eru +/- 80 kg. Verða veitt 1 milljón dollara verðlaun til sigurvegarans í hverjum flokki.

Það er hægt að fylgjast með mótinu frítt á youtube, X og Facebook

https://cji.smoothcomp.com/en/event/18108

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular