spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCub Swanson mætir Artem Lobov í apríl

Cub Swanson mætir Artem Lobov í apríl

Cub Swanson og Artem Lobov mætast á UFC bardagakvöldinu í Nashville þann 22. apríl. Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC Fight Night 108.

Cub Swanson var í einum besta bardaga ársins á UFC 206 í desember þegar hann sigraði Doo Hoi Choi. Það var hans þriðji sigur í röð og vildi hann fá andstæðing ofarlega á styrkleikalistanum næst.

UFC hefur af einhverjum ástæðum ákveðið að bóka Swanson gegn Artem Lobov. Swanson er í 4. sæti á styrkleikalistanum í fjaðurvigt á meðan Lobov er ekki á topp 15.

Lobov, sem er einn af æfingafélögum Conor McGregor, hefur unnið tvo bardaga í röð í UFC og ítrekað óskað eftir bardaga gegn Swanson að undanförnu. Þeir Swanson og Lobov hafa átt í orðaskiptum á Twitter og fær Lobov nú ósk sína uppfyllta.

Swanson segist þó ætla að kenna honum smá mannasiði.

Bardaginn fer fram þann 22. apríl í Nashville og hefur UFC nú þegar staðfest sjö bardaga á kvöldinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular