spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCyborg: Germaine þorir ekki í búrið gegn mér

Cyborg: Germaine þorir ekki í búrið gegn mér

Cris ‘Cyborg’ Justino segir að fjaðurvigtarmeistari kvenna, Germaine de Randamie, sé hrædd við að berjast við sig. Meistarinn neitar að berjast við Cyborg þar sem hún heldur því fram að Cyborg sé svindlari.

Í gærkvöldi gaf umboðsmaður Germaine de Randamie út stutta yfirlýsingu þar sem kom fram að de Randamie vilji ekki mæta Cyborg þar sem hún sé svindlari og noti frammistöðubætandi efni. Cyborg var ekki lengi að svara fyrir sig eftir ummæli umboðsmannsins.

„Hún er að reyna að flýja, hrædd við að fara í búrið með mér. Þetta er ein af afsökunum hennar til að fara ekki í búrið með mér. Það er vandamál UFC, ekki mitt vandamál. Með þessu er hún líka að segja að USADA sé ekki að standa sig,“ segir Cyborg en USADA sér um öll lyfjamál UFC.

„Þessi ákvörðun er úr mínum höndum. Ég er heimsmeistarinn, ósigruð í 10 ár, með eða án titilsins. UFC bjó til þennan meistara, hún er þeirra vandamál núna.“

Cyborg segir að hún muni berjast næst á UFC 214 í lok júlí en óvíst er hver andstæðingurinn verður. Cat Zingano og Megan Anderson hafa verið nefndar til sögunnar en enginn andstæðingur staðfestur.

„Þetta er í höndum Dana White núna. Rétt bardaginn núna væri gegn Megan Anderson á UFC 214.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular