spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCyborg greinir frá efninu sem fannst í lyfjaprófinu

Cyborg greinir frá efninu sem fannst í lyfjaprófinu

Eins og kom fram í gær hefur Cris ‘Cyborg’ Justino fallið á lyfjaprófi. Í yfirlýsingu sem Cyborg sendi frá sér í gærkvöldi greindi hún frá ólöglega efninu sem fannst í lyfjaprófinu.

Efnið sem fannst í lyfjaprófinu kallast Spironolactone og er lyf sem örvar þvagmyndun. Lyfið fékk Cyborg frá lækni í september til að hjálpa henni við að jafna sig eftir niðurskurðinn fyrir hennar síðasta bardaga. Cyborg átti að vera á lyfinu í 90 daga.

Þvagörvandi efni eru bönnuð hjá USADA, í keppni og utan keppnis, þar sem efnin eru oft notuð til að fela steranotkun. Cyborg getur að hámarki fengið eins árs bann fyrir brotið.

Cyborg hefði getað sótt um svo kallaða meðferðarundanþágu (e. therapeutic use exemption, TUE) sem hefði leyft henni að nota lyfið á meðan hún væri enn að jafna sig eftir niðurskurðinn. Það gerði hún hins vegar ekki. Spironolactone er notað til meðferðar við hjarta-, lifra- og nýrnavandamálum sem og gegn háum blóðþrýstingi og kalíumskorti.

Cyborg er ein af þeim sem hefur hvað oftast verið lyfjaprófuð í UFC en þetta var í fyrsta sinn sem Cyborg var tekin í lyfjapróf án þess að hún sé með bardaga framundan (utan keppnis). Cyborg féll á lyfjaprófi árið 2011 fyrir steranotkun.

Cyborg hefur lengi barist fyrir því að fá fjaðurvigt kvenna í UFC. Þegar bardagasamtökin buðu henni svo titilbardaga í fjaðurvigtinni neitaði hún boðinu. Læknirinn hennar vildi ekki að hún myndi fara strax aftur í svo stífar æfingar þar sem hún væri enn að jafna sig eftir niðurskurðinn síðan hún barðist í september. Hún vildi meiri tíma til að jafna sig og munu þær Holly Holm og Germaine de Randamie berjast í fyrsta titilbardaganum í fjaðurvigt kvenna.

Yfirlýsingu Cyborg má sjá hér:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular