Cris ‘Cyborg’ Justino er nýr fjaðurvigtarmeistari Bellator. Cyborg sigraði Julia Budd með tæknilegu rothöggi í 4. lotu.
Þetta var fyrsti bardagi Cris ‘Cyborg’ Justino í Bellator. Hún mætti Julia Budd um fjaðurvigtarbeltið í aðalbardaga kvöldsins á Bellator 238. Budd hafði verið fjaðurvigtarmeistari Bellator síðan 2017 og unnið 11 bardaga í röð.
Cyborg var með yfirhöndina allan tímann en var þolinmóð. Cyborg var dugleg að fara í skrokkinn og sparka í fætur Budd og stjórnaði pressunni.
Things are heating up in round one between @CrisCyborg and @JuliaBudd.#Bellator238 pic.twitter.com/5qx3OTOt7o
— Bellator MMA (@BellatorMMA) January 26, 2020
Aggressive start to round 2️⃣ from @CrisCyborg!#Bellator238 pic.twitter.com/BNSpdFrAGm
— Bellator MMA (@BellatorMMA) January 26, 2020
Í lok 3. lotu tókst Cyborg að komast í „mount“ þar sem hún lét höggin dynja á Budd. Lotan kláraðist og slapp Budd fyrir horn en augnablikið var með Cyborg.
😳 Ouch! Round 3️⃣is winding down!
— Bellator MMA (@BellatorMMA) January 26, 2020
Watch @JuliaBudd vs. @CrisCyborg LIVE on @DAZN_USA now!
📲 https://t.co/gI5OvpCoYi#Bellator238 pic.twitter.com/XWGd4CiphQ
Cyborg byrjaði 4. lotu af krafti og kláraði Budd með tæknilegu rothöggi.
Cyborg er því nýr fjaðurvigtarmeistari kvenna í Bellator. Þetta er fjórði stóri titillinn sem hún vinnur en hún hefur nú verið meistari hjá Bellator, UFC, Invicta og Strikeforce.
Í öðrum bardögum kvöldsins fengum við flott tilþrif. Sergio Pettis átti góða frumraun í Bellator.
Impressive 1️⃣st round finish from @SergioPettis in his Bellator debut.#Bellator238 pic.twitter.com/AwFq6v2SHC
— Bellator MMA (@BellatorMMA) January 26, 2020
Aaron Pico komst aftur á sigurbraut.
ICYMI: @AaronPicoUSA adds another to the highlight 🎞.#Bellator238 pic.twitter.com/yobJk912rY
— Bellator MMA (@BellatorMMA) January 26, 2020