Saturday, April 20, 2024
HomeErlentCyborg rotaði Julia Budd í 4. lotu

Cyborg rotaði Julia Budd í 4. lotu

Cris ‘Cyborg’ Justino er nýr fjaðurvigtarmeistari Bellator. Cyborg sigraði Julia Budd með tæknilegu rothöggi í 4. lotu.

Þetta var fyrsti bardagi Cris ‘Cyborg’ Justino í Bellator. Hún mætti Julia Budd um fjaðurvigtarbeltið í aðalbardaga kvöldsins á Bellator 238. Budd hafði verið fjaðurvigtarmeistari Bellator síðan 2017 og unnið 11 bardaga í röð.

Cyborg var með yfirhöndina allan tímann en var þolinmóð. Cyborg var dugleg að fara í skrokkinn og sparka í fætur Budd og stjórnaði pressunni.

Í lok 3. lotu tókst Cyborg að komast í „mount“ þar sem hún lét höggin dynja á Budd. Lotan kláraðist og slapp Budd fyrir horn en augnablikið var með Cyborg.

Cyborg byrjaði 4. lotu af krafti og kláraði Budd með tæknilegu rothöggi.

Cyborg er því nýr fjaðurvigtarmeistari kvenna í Bellator. Þetta er fjórði stóri titillinn sem hún vinnur en hún hefur nú verið meistari hjá Bellator, UFC, Invicta og Strikeforce.

Í öðrum bardögum kvöldsins fengum við flott tilþrif. Sergio Pettis átti góða frumraun í Bellator.

Aaron Pico komst aftur á sigurbraut.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular