spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCynthia Calvillo: Var aldrei í íþróttum áður en ég fór í MMA

Cynthia Calvillo: Var aldrei í íþróttum áður en ég fór í MMA

Cynthia Calvillo mætir Joanne Calderwood á UFC bardagakvöldinu í Glasgow á sunnudaginn. Calvillo hefur skotist hratt upp metorðalistann í UFC á skömmum tíma.

Cynthia Calvillo (5-0) var aldrei í íþróttum sem barn. Þegar hún var 23 ára byrjaði hún bara að æfa MMA sér til gamans en eftir hennar fyrsta áhugamannabardaga vissi hún að þetta var það sem hún vildi gera.

Sjá einnig: Joanne Calderwood – Veit að Sunna mun vinna

Calvillo hefur verið mjög dugleg að berjast að undanförnu en hún tók sinn fyrsta atvinnubardaga í ágúst í fyrra. Calvillo er sterk í glímunni en hún hefur klárað báða bardaga sína í UFC með uppgjafartaki.

Bardagi hennar gegn Joanne Calderwood verður næstsíðasti bardaga kvöldsins á laugardaginn og ætti að verða góð skemmtun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular