spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Anderson Silva ætti aldrei að berjast aftur

Dana White: Anderson Silva ætti aldrei að berjast aftur

Dana White vonar að Anderson Silva leggi hanskana á hilluna eftir bardagann í gær. Silva virðist sjálfur vera óákveðinn en bardaginn í gær var hans síðasti í UFC.

Anderson Silva tapaði fyrir Uriah Hall í nótt eftir tæknilegt rothögg í 4. lotu. Fyrir bardagann hafði Silva sagt að þetta yrði hans síðasti bardagi í MMA. Í vikunni virtist hann þó draga þau ummæli til baka og sagðist vilja halda áfram.

Eftir tapið í gær var Silva ennþá óviss en svo virðist sem þetta hafi verið hans síðasti bardagi í UFC. Hann gæti því mögulega ætlað sér að berjast annars staðar en í UFC eða jafnvel í boxi.

„Hann á einn bardaga eftir af samningnum og við vorum búnir að ná samkomulagi um að þetta yrði hans síðasti bardagi. Mér líður ekki vel með sjálfan mig að hafa leyft Anderson Silva að berjast þennan bardaga. Við höfum alltaf sýnt honum mikla virðingu og ef þið vissuð hvað hann fær mikið fyrir hvern bardaga myndu þið skíta á ykkur. Ég hefði ekki átt að leyfa honum að berjast í kvöld,“ sagði Dana á blaðamannafundinum eftir bardagann.

„Ég gerði stór mistök. Ég hefði ekki átt að leyfa honum að berjast þennan bardaga í kvöld en ég gerði það af virðingu við hann og allt sem hann hefur gert fyrir sportið. Ég gerði eitthvað sem ég var ósammála. Anderson Silva ætti aldrei að berjast aftur.“

Tapið í gær var hans sjöunda í síðustu níu bardögum. Silva á ennþá lengstu sigurgöngu í sögu UFC en hann vann 16 bardaga í röð áður en hann tapaði fyrir Chris Weidman árið 2013.

„Hann mun aldrei berjast aftur hér. Ég vil að hann hætti og ég vona að fjölskyldan hans segi það sama við hann. Þetta er maður sem mér er annt um og hefur verið lengi með okkur. Hann er goðsögn og ég ætla ekki að drulla yfir hann. En hann er næstum því 46 ára gamall og þú ættir ekki að vera að berjast á þessum aldri nema þú sért að að verja fjölskyldu þína eða í lífsháska.“

Það verður því áhugavert að sjá hver næstu skref Anderson Silva verði. Mögulega mun hann fara til Bellator eða taka boxbardaga ef hann vill berjast áfram en það virðist vera nokkuð ljóst að hans næsti bardagi verði ekki í UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular