spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White birtir stutt myndbrot af Conor að boxa við Paulie Malignaggi

Dana White birtir stutt myndbrot af Conor að boxa við Paulie Malignaggi

Dana White, forseti UFC, birti í gærkvöldi stutt myndbrot af Conor McGregor að sparra við Paulie Malignaggi. Paulie Malignaggi hefur verið mikið í umræðunni eftir að hann yfirgaf æfingabúðir Conor í fússi.

Paulie Malignaggi er fyrrum tvöfaldur heimsmeistari í boxi og átti að vera hluti af æfingabúðum Conor McGregor fyrir boxbardaga hans gegn Floyd Mayweather. Eftir skamman tíma yfirgaf hann æfingabúðirnar eftir að myndir af þeim Conor og Paulie Malignaggi að sparra fóru á netið.

Á einni myndinni virtist sem Conor hefði kýlt Malignaggi niður. Malignaggi sagði að Conor hefði hrint sér niður en nú hefur Dana White birt stutt myndbrot af atvikinu á Instagram. Dæmi hver fyrir sig.

Malignaggi hraunaði yfir Conor á mánudaginn í The MMA Hour og verður eflaust ekkert mikið kátari með þessi myndbrot.

Dana White birti einnig lengra myndbrot þar sem þeir Conor og Malignaggi eigast við.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular