spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Conor er drullusama

Dana White: Conor er drullusama

dana whiteRafael dos Anjos er meiddur og getur ekki barist á UFC 196 þann 5. mars. Samkvæmt Dana White er Conor McGregor nokkuð sama um hver andstæðingur hans verður á UFC 196.

Léttvigtarmeistarinn Rafael dos Anjos er ristarbrotinn eftir að hafa sparkað í hné æfingafélaga síns á föstudaginn. Vinstri fóturinn er brotinn og verður dos Anjos meiddur í sex vikur.

Forseti UFC, Dana White, sagði við Yahoo Sports í dag að McGregor muni vera í aðalbardaganum á UFC 196 og verið sé að leita að nýjum andstæðingi í stað dos Anjos. Bardaginn mun fara fram í léttvigt en White var ekki viss um hvort barist verði upp á bráðabirgðartitil. Titilbardagi Holly Holm og Mieshu Tate mun áfram vera næstsíðasti bardagi kvöldsins.

Þegar White sagði McGregor fréttirnar var Írinn ekkert sérstaklega sáttur. „Þegar við sögðum Conor fréttirnar sagði hann ‘Ertu ekki að grínast! Guð minn góður! Er hann að hætta við?’ En eftir að við fórum yfir mögulega andstæðinga sagðist Conor vilja berjast við þá alla,“ sagði White við Kevin Iole hjá Yahoo Sports.

„Ég sver það, Conor sagðist vilja berjast við hvern sem er. Honum er bara drullusama. Fólk heldur að samband mitt og Conor sé slæmt og hann er vissulega öðruvísi en allir aðrir bardagamenn, en ég hef aldrei séð neinn annan eins og Conor. Haldiði að Conor sé ekki slasaður? Þegar hann segist ætla að berjast, þá berst hann, sama hvað.“

Fjöldinn allur af bardagamönnum hafa óskað eftir að berjast við Conor McGregor. „Allir umboðsmennirnir og bardagamenn keppast um að segjast vilja berjast við Conor. Þeir öskra allir ‘Conor, Conor, Conor,’ en þegar kemur að því að taka bardaga gegn honum hafna þeir því og eru meiddir.“

conor mcgregor jose aldo
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular