spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White hraunar yfir dómarinn Mario Yamasaki

Dana White hraunar yfir dómarinn Mario Yamasaki

Dana WhiteDana White, forseti UFC, var vægast sagt ósáttur með störf dómarans Mario Yamasaki í gær. Yamasaki stöðvaði bardaga í gær á slæmum tímapunkti en þetta er ekki í fyrsta sinn sem White gagnrýnir störf Yamasaki.

Mario Yamasaki var dómarinn í bardaga Kevin Lee og Michael Chiesa í nótt en þetta var aðalbardagi kvöldsins. Kevin Lee var búinn að læsa „rear naked choke“ hengingu á Michael Chiesa undir lok 1. lotu. Yamasaki stöðvaði hins vegar bardagann áður en Chiesa tappaði út. Lee var búinn að læsa hengingunni en Chiesa var enn við meðvitund og kvartaði strax undan störfum Yamasaki um leið og hann stöðvaði bardagann. Það er ómögulegt að vita hvort Chiesa hefði sloppið úr hengingunni eða ekki en hann ætti að minnsta kosti fá að njóta vafans enda var hann enn við meðvitund.

Dana White hraunaði yfir Yamasaki á Instagram eftir bardagann.

White kallaði Yamasaki Mario Mazzagatti og vísaði þar til dómarans Steve Mazzagatti sem var á sínum tíma margoft gagnrýndur fyrir störf sín. Yamasaki hefur oft sofið á verðinum í búrinu og stöðvað bardaga alltof seint en í þetta sinn stöðvaði hann bardagann of snemma.

UFC úthlutar ekki dómurum á bardagana heldur eru það íþróttasamböndin í hverju ríki fyrir sig. Chiesa sagði eftir bardagann að Yamasaki ætti aldrei að fá að dæma aftur. Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular