Dana White mun koma með stórar fréttir í dag. Talið er White tilkynningin snúi að næsta bardaga Rondu Rousey.
Dana White, forseti UFC, mun mæta í þáttinn The Herd kl 18:30 á íslenskum tíma og tilkynna eitthvað stórt. Þetta sagði Colin Cowherd, stjórnandi þáttarins, nú fyrir skömmu.
In 2 hours, @ufc President Dana White joins @TheHerd to make a MAJOR announcement. https://t.co/mSrXvUEEgd
— FS1 (@FS1) October 12, 2016
Ekki er vitað hver tilkynningin verður en margt bendir til að White muni tilkynna næsta bardaga Rondu Rousey. Sá orðrómur hefur verið á kreiki að Ronda Rousey muni mæta Amöndu Nunes á UFC 207 þann 30. desember.
A nug before I sign off for Yom Kippur: looking more + more like Rousey’s return will be finalized this wk. Perhaps v. soon. 12/30 x Nunes.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) October 11, 2016
Amanda Nunes sagði það á dögunum að hún vilji fá Rondu Rousey í fyrstu titilvörn sinni. Nunes varð bantamvigtarmeistari UFC eftir sigur á Mieshu Tate á UFC 200 í sumar og ætti þetta að verða stór bardagi á síðasta UFC bardagakvöldi ársins.
Þá eru einnig uppi getgátur um bardaga á milli Georges St. Pierre og Anderson Silva á UFC 206 en þetta mun allt skýrast kl 18:30 í dag.