spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White með stóra tilkynningu í dag - Endurkoma Rondu Rousey?

Dana White með stóra tilkynningu í dag – Endurkoma Rondu Rousey?

dana-whiteDana White mun koma með stórar fréttir í dag. Talið er White tilkynningin snúi að næsta bardaga Rondu Rousey.

Dana White, forseti UFC, mun mæta í þáttinn The Herd kl 18:30 á íslenskum tíma og tilkynna eitthvað stórt. Þetta sagði Colin Cowherd, stjórnandi þáttarins, nú fyrir skömmu.

Ekki er vitað hver tilkynningin verður en margt bendir til að White muni tilkynna næsta bardaga Rondu Rousey. Sá orðrómur hefur verið á kreiki að Ronda Rousey muni mæta Amöndu Nunes á UFC 207 þann 30. desember.

Amanda Nunes sagði það á dögunum að hún vilji fá Rondu Rousey í fyrstu titilvörn sinni. Nunes varð bantamvigtarmeistari UFC eftir sigur á Mieshu Tate á UFC 200 í sumar og ætti þetta að verða stór bardagi á síðasta UFC bardagakvöldi ársins.

Þá eru einnig uppi getgátur um bardaga á milli Georges St. Pierre og Anderson Silva á UFC 206 en þetta mun allt skýrast kl 18:30 í dag.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular