spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Nunes læknisfræðilega fær um að berjast

Dana White: Nunes læknisfræðilega fær um að berjast

Dana White, forseti UFC, segir að Amanda Nunes hafi fengið leyfi frá læknum til að berjast. Hún hafi hins vegar metið það sjálf að hún gæti ekki barist og fellur bardaginn því niður.

Amanda Nunes hefur átt við veikindi að stríða þessa vikuna. Í dag og í gær fór hún upp á spítala og hefur titilbardagi hennar gegn Valentinu Shevchenko verið felldur niður.

Dana White, forseti UFC, talaði við Megan Olivi fyrr í kvöld. „Henni leið ekki vel í gær þannig að við sendum hana á sjúkrahús í skoðun en hún var í lagi,“ sagði White.

„Hún náði vigt og gerði sitt. Í morgun hringdi hún í mig og sagði mér að sér liði ekki vel þannig að við fórum með hana á sjúkrahús og létum hana fá næringu í æð en hún var búin að ákveða sig að berjast ekki. Amanda Nunes er læknisfræðilega fær um að berjast en henni líður ekki vel.“

Dana White sagði enn fremur að hann vonast eftir að bóka bardagann aftur á UFC 215 þann þann 9. september.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular