spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White og Conor McGregor ná samkomulagi um Floyd bardagann

Dana White og Conor McGregor ná samkomulagi um Floyd bardagann

Sagan endalausa af boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather mjakaðist örlítið áfram í gær. Dana White lét hafa eftir sér að samkomulag hefði náðst milli sín, UFC og Conor McGregor í tengslum við Floyd Mayweather bardagann.

Þetta sagði Dana White, forseti UFC, á beinni útsendingu í leik Boston Celtics og Cleveland Cavaliers í nótt.

„Samkomulag við McGregor hefur náðst. Núna fer ég að vinna í samkomulagi við Mayweather. Ef við náum samkomulagi við Al Haymon og Mayweather mun bardaginn fara fram. Þetta verður boxbardagi,“ sagði White.

Skömmu síðar sendi Conor McGregor frá sér yfirlýsingu á heimasíðunni The MacLife. „Það er heiður að hafa náð þessum met samningi ásamt Zuffa LLC, UFC og Paradigm Sports Management,“ sagði Conor.

„Fyrsti og mikilvægasti hlutinn af samningnum hefur nú verið formlega undirritaður. Til hamingju allir sem eiga aðild að samningnum. Nú bíðum við eftir undirritun Al Haymon og boxaranum hans á næstu dögum.“

Al Haymon er helsti ráðgjafi Floyd Mayweather og er boltinn hjá þeim eins og stendur. Það hefur þó alltaf verið erfitt að standa í samningaviðræðum við þá og er sennilega erfiðasti hlutinn eftir af þessum risa samningi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular