spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White staðfestir bardaga Gaethje og Ferguson „einhvers staðar á jörðinni“

Dana White staðfestir bardaga Gaethje og Ferguson „einhvers staðar á jörðinni“

Dana White staðfesti rétt í þessu að Justin Gaethje mæti Tony Ferguson á UFC 249 í næstu viku. Ekki er enn vitað hvar bardaginn fer fram.

Justin Gaethje hefur samþykkt að mæta Tony Ferguson með skömmum fyrirvara. Þetta tilkynnti Dana White nú fyrir skömmu.

Upphaflega átti Tony Ferguson að mæta Khabib Nurmagomedov en Khabib er fastur í Rússlandi og getur ekki barist á UFC 249. Khabib var tjáð að bardagakvöldið yrði ekki í Bandaríkjunum og flaug því heim til Rússlands eftir að hafa dvalið við æfingar í Bandaríkjunum í nokkrar vikur. Landamærum Rússlands var lokað í síðustu viku og kemst hann því ekki til Bandaríkjanna.

UFC hafði samband við Justin Gaethje í síðustu viku þegar ljóst var að Khabib gæti ekki barist. Hann hefur verið að æfa á fullu síðan þá og hefur bardaginn verið staðfestur.

Tony Ferguson var hikandi að samþykkja bardaga gegn Gaethje fyrr en hann vissi hvar bardaginn myndi fara fram. Ferguson hefur greinilega fengið að vita staðsetningu bardagakvöldins en UFC hefur ekki enn tilkynnt það opinberlega. Dana White fullvissaði aðdáendur að bardaginn færi fram á jörðinni!

Bardaginn verður um bráðabirgðarbeltið (e. interim title) í léttvigtinni en Ferguson vann bráðabirgðarbelti árið 2017 þegar hann sigraði Kevin Lee. Ferguson var síðan sviptur titlinum af UFC þegar hann gat ekki mætt Khabib fyrir tveimur árum. Það hefur samt ekki stöðvað Ferguson í að mæta hvert sem er með gamla bráðabirgðarbeltið.

UFC 249 fer fram þann 18. apríl en talið er líklegt að bardagakvöldið verði á friðlendusvæði indjána á Vesturströndinni. Bardagi Gaethje og Ferguson verður aðalbardagi kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular