spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Tony Ferguson á skilið að fá næsta titilbardaga

Dana White: Tony Ferguson á skilið að fá næsta titilbardaga

khabib nurmagomedov tony fergusonDana White, forseti UFC, segir að Tony Ferguson eigi að vera næstur í röðinni fyrir Khabib Nurmagomedov.

Khabib Nurmagomedov varði léttvigtartitil sinn með sigri á Conor McGregor fyrr í mánuðinum. Óljóst er hver næstu skref hans verða og hver hans næsti andstæðingur verður.

Tony Ferguson hefur unnið 11 bardaga í röð í UFC líkt og Khabib og ættu þeir undir öllum eðlilegum kringumstæðum að mætast. Conor hefur hins vegar sagt að hann vilji annan bardaga gegn Khabib og á Írinn það til að fá það sem hann vill.

„Ég hef ekkert hugsað um annan bardaga á milli Conor og Khabib. Ég veit að Conor vill annan bardaga gegn honum en við verðum að gera það sem er rétt og sanngjarnt. Sjáum hvernig þetta spilast. Við höfum ekkert hugsað út í þetta,“ sagði White við ESPN.

UFC hefur fjórum sinnum reynt að setja saman bardaga á milli Tony Ferguson og Khabib en aldrei hefur þeim tekist að koma þeim saman í búrið. Ferguson var bráðabirgðarmeistari en eftir meiðsli var hann sviptur titlinum. Dana segir að Ferguson sé næstur í röðinni.

„Sem bardagaaðdáandi verður maður að segja Tony. Tony var með beltið, meiddist á hnénu, var sviptur og tapaði aldrei beltinu í bardaga. Ekki heldur Conor en Conor fékk tækifærið til að berjast við Nurmagomedov. Tony á skilið næsta titilbardaga að mínu mati.“

Khabib Nurmagomedov hefur hins vegar eitthvað verið að tala um mögulegan boxbardaga gegn Floyd Mayweather. Floyd hefur sjálfur sagt að hann sé til enda tveir ósigraðir atvinnumenn en Dana var fljótur að skjóta þetta niður.

„Ekki hugsa út í þetta. Í fyrsta lagi hefur Mayweather liðið ekki haft samband við okkur. Khabib er samningsbuninn UFC og við höfum ekki talað við neinn frá Mayweather liðinu. Floyd er mjög góður að koma nafninu sínu í umræðuna þegar hann vill.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular