Saturday, April 20, 2024
HomeErlentLuke Rockhold meiddur - Jacare kemur í hans stað gegn Chris Weidman

Luke Rockhold meiddur – Jacare kemur í hans stað gegn Chris Weidman

Risa bardagakvöld UFC í Madison Square Garden er ekki alveg að ganga upp. Í gærkvöldi var greint frá því að Luke Rockhold væri meiddur og gæti því ekki mætt Chris Weidman í næsta mánuði eins og til stóð.

UFC 230 fer fram þann 3. nóvember. Bardagakvöldin í Madison Square Garden eru vanalega með þeim stærstu á árinu en erfiðlega gekk fyrir UFC að finna aðalbardaga kvöldsins. Á dögunum féll svo niður bardagi Nate Diaz og Dustin Poirier en sá bardagi átti að vera næstsíðasti bardaga kvöldsins.

Nú hefur Luke Rockhold þurft að draga sig úr bardaganum gegn Chris Weidman. Bardaginn átti að vera endurat frá frábærum bardaga þeirra árið 2015 þar sem Rockhold tók beltið af Weidman. Þetta er í annað sinn sem bardagi þeirra fellur niður en Weidman meiddist tveimur vikum fyrir áætlaðan bardaga þeirra árið 2016 en í hans stað kom Michael Bisping og tók beltið af Rockhold.

Sem betur fer er kominn staðgengill í stað Rockhold. Ronaldo ‘Jacare’ Souza er kominn í hans stað en hann átti að mæta David Branch á sama kvöldi. Jacare barðist síðast gegn Kelvin Gastelum þar sem hann tapaði í frábærum bardaga.

David Branch fær að öllum líkindum Jared Cannonier í stað Jacare svo púluspilið ætti að ganga ágætlega upp.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular