spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDaniel Cormier ætlar ekki að bíða endalaust eftir Stipe Miocic

Daniel Cormier ætlar ekki að bíða endalaust eftir Stipe Miocic

Daniel Cormier er orðinn þreyttur á að bíða eftir þungavigtarmeistaranum Stipe Miocic. Cormier er tilbúinn að berjast við Francis Ngannou ef Miocic ætlar að láta bíða svona lengi eftir sér.

Í nýlegri frétt á Mmafighting kemur fram að Daniel Cormier ætlar ekki að bíða að eilífu eftir að Stipe Miocic snúi aftur í búrið. Ríkjandi þungavigtarmeistarinn hefur áður gefið það út að hann sé ekkert að hugsa um að verja beltið sitt eins staðan er núna. Hann segist vera með hugann við baráttuna gegn Covid-19 og það sé eini slagurinn sem skiptir máli.

Miocic hefur ekki keppt síðan í ágúst síðastliðnum þegar hann sigraði Cormier í endurati þeirra upp á þungavigtarbelti UFC. Cormier hafði betur í fyrstu viðureign þeirra þegar hann rotaði Miocic í 1. lotu. Eftir seinni bardaga þeirra þurfti Miocic að fara í skurðaðgerð á auga eftir skaða sem hann hlaut í bardaganum. Að auki hefur Miocic haft í miklu að snúast í báráttunni gegn kórónaveirunni í heimabæ sínum í Ohio þar sem hann starfar sem slökkviliðsmaður. Þess á milli er hann í sjálfskipaðari sóttkví með fjölskyldu sinni. Því er óhætt að segja að Miocic sé ekki með fasthyglina á næsta bardaga.

Miocic sagði nýverið að hann myndi ekki verða klár í næsta bardaga fyrr en einhvern tímann eftir ágúst í fyrsta lagi því hann vill ná fullum bata eftir aðgerðina og ná fullum æfingabúðum fyrir þríleikinn gegn Cormier. Sú staðreynd að Miocic sé ekkert að flýta sér aftur í búrið fer herfilega í taugarnar á forseta UFC, Dana White. Dana hefur komist skýrt að orði að Miocic skuli gjöra svo vel að halda huganum við efnið ellegar gæti hann (Miocic) átt í hættu á að þungvigtin haldi áfram án hans.

Á meðan hefur Francis Ngannou verið iðinn við kolann og fer að verða mjög erfitt fyrir UFC að láta hann fá eitthvað annað en titilbardaga næst. Nú á laugardaginn var náði hann sér í sinn fjórða sigur í röð í jafn mörgum bardögum – allt saman rothögg í 1. lotu. Samt sem áður eru flestir á því máli að Miocic og Cormier skulu mætast í í þriðja skiptið sem ílengir bið Ngannou eftir beltinu enn frekar.

Í uppgjörsþætti á UFC 249 á ESPN lét Cormier hafa eftir sér að bardagi við Ngannou hafi ekki verið lokabardaginn sem hann hafði séð fyrir sér en væri samt sem áður bjartsýnn á að mæta Ngannou í bardaga upp á þungavigtarbeltið. Það er að segja ef Stipe verður ekki klár.

„Sko ef Stipe mun ekki koma til með að slást á næstunni þá hefur Francis Ngannou unnið sér inn titilbardaga. Ef einhver er að fara að berjast við Francis upp á titilinn þá er það alltaf að fara að vera ég,“ sagði Cormier og hélt svo áfram: „Ef ég á að vera hreinskilinn þá ber ég mikla virðingu fyrir Francis Ngannou en ég er ekki hræddur við neinn. Ég berst við hvern sem er, hvenær sem er. Ég elska Francis og mér finnst hann vera algjör ljúflingur.“

Cormier vill fyrst og fremst hefna fyrir tapið og klára þríleikinn við Stipe þar sem þeir hafa skipt tveimur sigrum á milli sín. En þar sem hann er aðeins með einn bardaga á stefnuskránni áður en hann leggur hanskana á hilluna er Cormier fastur á því að hans síðasti bardagi verði að vera titlbardagi.

„Ég myndi elska að fá klára þriðja bardagann við Stipie Miocic, en ef Stipe kemur ekki til með að berjast munu þeir [UFC] taka beltið af honum og þeir munu láta mig og Francis berjast upp á beltið.“

Miocic segir að hans lið sé nú að vinna með UFC í að finna réttan tíma fyrir bardagann.

spot_img
spot_img
spot_img
Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular