Vigtunin fyrir UFC 252 fór fram í gær. Aftur var Daniel Cormier þyngri en Stipe Miocic líkt og fyrir hina bardagana.
Þetta verður þriðji bardagi Stipe Miocic og Daniel Cormier en í öll skiptin hefur fyrrum léttþungavigtarmeistarinn Cormier verið þyngri en Miocic þó ekki muni miklu.
Fyrsti bardaginn (2018): Cormier 111,8 kg – Miocic 110,2 kg
Annar bardaginn (2019): Cormier 107,5 kg – Miocic 104,8 kg
Þriðji bardaginn (2020): Cormier 107,3 kg – Miocic 105,9 kg
Herbert Burns mætir Daniel Pineda en Burns náði ekki vigt þar sem hann var 3,5 pundum of þungur. TJ Brown var hálfu pundi of þungur en hann mætir Danny Chavez. Burns og Brown munu gefa andstæðingum sínm 20% tekna sinna fyrir bardagann og geta ekki fengið frammistöðubónus. Allir aðrir náðu vigt.