spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDaniel Cormier mætir Volkan Oezdemir á UFC 220

Daniel Cormier mætir Volkan Oezdemir á UFC 220

UFC staðfesti í gær titilbardaga Daniel Cormier og Volkan Oezdemir. Bardaginn fer fram á UFC 220 þann 20. janúar í Boston.

Daniel Cormier mætir aftur í búrið í janúar eftir tapið gegn Jon Jones í sumar. Jones rotaði Cormier í 3. lotu og tók titilinn af honum en þar sem Jones féll á lyfjaprófi var bardaginn dæmdur ógildur. Cormier var því aftur gerður að meistara og verður hans næsta titilvörn gegn Volkan Oezdemir.

Svisslendingurinn Oezdemir hefur sýnt magnaða tilburði í UFC á þessu ári. Hann hefur unnið þrjá bardaga gegn sterkum andstæðingum og þar af tvo með rothöggi á innan við mínútu. Titilbardagi hans var þó í hættu þar sem hann var kærður fyrir líkamsárás á dögunum eftir atvik sem átti sér stað í ágúst. Ekki er vitað hver staða málsins er að svo stöddu en Oezdemir er hið minnsta kominn með titilbardagann.

Ekki er vitað hvort bardaginn verði aðalbardagi kvöldsins þó líklegt sé. UFC 220 fer fram þann 20. janúar í TD Garden höllinni í Boston.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular