spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDaniel Cormier og Anthony Johnson mætast á UFC 210

Daniel Cormier og Anthony Johnson mætast á UFC 210

Í gærkvöldi var endurat Daniel Cormier og Anthony Johnson staðfest af UFC. Bardaginn fer fram á UFC 210 þann 8. apríl í Buffalo í New York ríki.

Þeir Cormier og Johnson áttu að mætast á UFC 206 í desember í fyrra en Cormier neyddist til þess að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Johnson vildi ekki fá annan andstæðing í staðinn og því var bardaganum frestað.

Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier mun því verja beltið sitt í fyrsta sinn síðan í október 2015. Cormier átti auðvitað að mæta Jon Jones á UFC 200 í fyrra en örfáum dögum fyrir bardagann féll Jones á lyfjaprófi og fékk því ekki að keppa. Í hans stað kom Anderson Silva og sigraði Cormier eftir dómaraákvörðun.

Þeir Cormier og Johnson mættust fyrst á UFC 187 í maí 2015. Þar fór Cormier með sigur af hólmi en síðan þá hefur Johnson farið á kostum og unnið þrjá bardaga í röð, alla með rothöggi.

Þetta er annar bardaginn sem staðfestur er á UFC 210 en áður hafði UFC staðfest viðureign Chris Weidman og Gegard Mousasi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular