spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDarren Till ætlar að kaupa sér pláss í horninu hjá Mike Perry

Darren Till ætlar að kaupa sér pláss í horninu hjá Mike Perry

Mike Perry ætlar að selja pláss sem hornamaður hjá sér á uppboði. Darren Till ætlar að kaupa pláss í horninu hjá honum.

Vinskapur Darren Till og Mike Perry hefur verið hálfgerð rússíbanareið síðustu ár. Í dag eru þeir nær því að vera óvinir en perluvinir. Um tíma áttu þeir að berjast en eftir að Till fór upp í millivigt lögðu þeir ríginn til hliðar.

Perry og Till skiptust á vinalegu gríni á samfélagsmiðlum um nokkurt skeið en þegar Till sagði niðrandi orð um nýja kærustu Perry fór vinskapurinn út um gluggann.

Perry blokkaði Till á samfélagsmiðlum en Till brá á það ráð að kaupa lénið MikePerryisabum.com. Á síðunni er ekki mikið efni annað en myndir af Perry að fá högg í sig og myndir frá töpum hans. Þá eru einnig tenglar á myndband af Perry þegar hann var rotaður í boxbardaga.

Perry er í dag ekki með neina þjálfara. Perry fer á milli bardagaklúbba til að fá æfingafélaga til að glíma við en neitar að ráða til sín þjálfara. Í síðasta bardaga var hann bara með kærustuna sína, Latory Gonzalez, í horninu og engan annan.

Perry hefur brugðið á það ráð að selja pláss sem hornamaður hjá sér í sínum næsta bardaga. Þannig getur hæstbjóðandi keypt sig inn í hornið hjá Perry og verið þar á fremsta bekk að horfa á bardagann en um leið ráðlagt Perry.

Darren Till hefur boðið 5.000 dollara í plássið og er honum alvara. Samkvæmt umboðsmanni Perry þyrfti Till að borga eigin ferðakostnað en mun annars fá plássið. NFL leikmenn hafa einnig lýst yfir áhuga á að kaupa plássið.

Perry mætir Robbie Lawler á UFC 255 þann 21. nóvember. Ef fram fer sem horfir verður Till í horninu hjá Perry.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular