Saturday, April 20, 2024
HomeForsíðaHlynur vann sinn fyrsta bardaga í Finnlandi

Hlynur vann sinn fyrsta bardaga í Finnlandi

Mynd: Ásgeir Marteins.

Hlynur Torfi Rúnarsson vann sinn fyrsta MMA bardaga um síðustu helgi. Hlynur barðist á Suomi MMA Cup og kláraði bardagann í 1. lotu.

Hlynur Torfi hefur æft MMA í 3 ár en barðist í fyrsta sinn um helgina. Hann æfði fyrst um sinn á Selfossi hjá Brynjólfi Ingvarssyni á meðan hann bjó þar en æfði síðan í Mjölni í nokkur ár. Hlynur ákvað að flytja til Finnlands ásamt finnskri kærustu sinni fyrr á þessu ári þar sem hann taldi auðveldara að finna MMA bardaga þar.

Hlynur æfir nú í FinnFighters Gym í Turku í Finnlandi ásamt kærustu sinni, Paulina. Um síðustu helgi keppti hann á Suomi MMA Cup í Helsinki sem haldið var í GB Gym.

Hlynur fékk andstæðing viku fyrir viðburðinn sem var einnig að berjast sinn fyrsta bardaga í MMA. Sá datt út í vigtuninni en Hlynur fékk annan andstæðing strax, Ivan Winters, sem var með nokkra bardaga að baki.

„Ég veit að hann var með 4-5 bardaga og hafði barist á stórum sviðum eins og Finnlandsmeistaramótinu. Ég vissi að hann væri frekar þéttur striker þanig að ég fékk nokkra klukkutíma til að aðlaga gameplanið aðeins,“ segir Hlynur um bardagann.

„Ég ákvað bara að taka hann niður upp við búrið strax og taka hálsinn á honum,“ segir Hlynur og gekk það heldur betur eftir en Hlynur kláraði Winters með „rear naked choke“ strax í 1. lotu.

„Hann var algjör herramaður eftir bardagann og skiptumst við á upplýsingum til að geta æft saman í framtíðinni. Ég kom 100% heill úr þessu og ætla að taka mér stutt hlé áður en ég leita mér að næsta bardaga.“

Hægt er að sjá bardagann hér að neðan en hann hefst eftir 2:15:00

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular