spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDarren Till var 90 kg í bardaganum gegn Donald Cerrone

Darren Till var 90 kg í bardaganum gegn Donald Cerrone

Darren Till átti frábæra frammistöðu um síðustu helgi þegar hann kláraði Donald Cerrone í fyrstu lotu. Darren Till er stór veltivigtarmaður og bætir hann miklu á sig eftir vigtun.

Darren Till var 77 kg þegar hann steig á vigtina í formlegu vigtuninni fyrir bardagakvöldið í Gdansk um síðustu helgi. Rúmum sólarhringi síðar var hann búinn að bæta á sig um 13 kg en Till segist hafa verið 90 kg í bardaganum gegn Cerrone.

„Ég er enginn veltivigtarmaður. Ég ætti að vera í léttþungavigt. Það sem ég er að gera ætti að vera ólöglegt. UFC ætti að banna þetta en þeir geta það ekki þar sem ég geri þetta nátturulega og eins og atvinnumaður þannig að enginn getur sagt neitt,“ sagði Till í The MMA Hour á mánudaginn.

Till segist æfa mikið vikuna fyrir bardagann til að taka af sér kílóin. Hann æfir þrisvar á dag líkt og hann gerir alla daga í undirbúningi sínum fyrir bardagann. Flestir taka því rólega síðustu dagana fyrir bardaga til að hlaða batteríin en ekki Till og tók hann einnig harða æfingu kvöldið fyrir bardagann gegn Cerrone.

Till býst þó við að fara upp í millivigt og jafnvel léttþungavigt í náinni framtíð.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular