Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMichael Bisping ákærður fyrir að ráðast á ungling í líkamsrækt

Michael Bisping ákærður fyrir að ráðast á ungling í líkamsrækt

Millivigtarmeistarinn Michael Bisping hefur verið lögsóttur fyrir að ráðast að unglingi í líkamsræktarsal. Bisping er sakaður um að hafa gripið í hálsinn á piltinum og segir í kærunni að pilturinn hafi hlotið áverka eftir atvikið.

Michael Bisping á risa bardaga í vændum gegn Georges St. Pierre þann 4. nóvember. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 217 en Bisping hefur ekki varið beltið sitt síðan í október 2016.

Nú hefur Bisping verið lögsóttur eftir að hafa ráðist á unglingspilt í 24-Hour Fitness líkamsræktarsalnum þann 31. júlí samkvæmt TMZ. Unglingspilturinn Antonio Georgakopolous ætlaði að taka lóð sem lágu á gólfinu þegar hann heyrði hróp og köll frá stærri manni. Sá maður reyndist vera Michael Bisping sem kallaði Antonio „hálfvita“, „lítin ræfil“ og spurði svo hvort hann vissi ekki hver hann væri.

Þá á Bisping að hafa gripið um háls Antonio og haldið í tvær til þrjár sekúndur sem gerði Antonio ókleift um að anda. Annar maður gekk á milli en þá vildi Bisping klára málin fyrir utan líkamsræktarstöðina.

Antonio var með slæma verki í hálsi næsta dag og fékk meðferð hjá sérfræðingi samkvæmt ákærunni. Antonio átti einnig erfitt með svefn, upplifði martraðir og kvíða eftir atvikið. Lögreglan tók skýrslu af málsaðilum á staðnum en handtók engan. Bisping hefur ekki tjáð sig um málið enn.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular