spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDemian Maia mætir Colby Covington í Brasilíu

Demian Maia mætir Colby Covington í Brasilíu

Demian Maia er kominn með sinn næsta bardaga. Maia mætir Colby Covington á UFC bardagakvöldinu í Sao Paulo þann 28. október.

Hinn 39 ára gamli Maia snýr aftur í búrið eftir tapið gegn meistaranum Tyron Woodley. Maia barðist um titilinn á UFC 214 í júlí en mátti sætta sig við tap eftir dómaraákvörðun. Maia tókst ekki að ná Woodley niður og var þar af leiðandi aldrei líklegur til að klára bardagann. Fram að tapinu hafði Maia unnið sjö bardaga í röð.

Colby Covington hefur unnið fjóra bardaga í röð í UFC. Síðast sáum við hann vinna Dong Hyun Kim á UFC bardagakvöldinu í Singapúr þann 17. júní með nokkrum yfirburðum. Covington er sterkur glímumaður og þekktur fyrir að taka menn niður og kæfa þá þar án þess að gera mikinn skaða. Covington er 7-1 á ferli sínum í UFC en hans eina tap var gegn Warlley Alves eftir uppgjafartak.

Maia verður samt ekki í aðalbardaga kvöldsins. Lyoto Machida snýr aftur eftir bann og mætir Derek Brunson í aðalbardaga kvöldsins en frá þessu greinir MMA Fighting.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular