spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDemian Maia: Var boðið að berjast við Robbie Lawler

Demian Maia: Var boðið að berjast við Robbie Lawler

Demian Maia var nýlega boðið að berjast við Robbie Lawler. Maia hefur verið lofað titilbardaga en gæti þurft að bíða lengi eftir bardaganum.

Tyron Woodley og Stephen Thompson háðu jafntefli í titilbardaga þeirra í veltivigtinni um síðustu helgi. Dana White, forseti UFC, sagði eftir bardagann að líklegast munu þeir mætast aftur. Þar með þarf Maia væntanlega að bíða enn lengur eftir titilbardaganum. Hugsanlega mun hann þó taka einn bardaga í stað þess að bíða bara.

„Ég er næstur. Ég gæti beðið eftir enduratinu hjá Woodley og Thompson eða tekið annan bardaga. Ég veit ekki hvað er að gerast. Dana White lofaði mér titilbardaga og ég trúi því sem hann segir. Cowboy Cerrone vill líka berjast. Sjáum hvort þeir setji bardagann [hjá Woodley og Thompson] aftur saman. Ég gæti barist á sama bardagakvöldi og þeir,“ segir Maia.

Maia væri til í að berjast sama kvöld og titilbardaginn á að fara fram í von um að geta stokkið inn ef t.d. Thompson meiðist.

Bardagi gegn Lawler væri spennandi fyrir Maia og þá væri hann einnig til í annan bardaga gegn Anderson Silva. Maia mætti Silva árið 2010 í einum undarlegasta titilbardaga í UFC en þá var Silva millivigtarmeistarinn og sá besti í heiminum. Maia væri til í að mæta Silva í hentivigt og segir að bardaginn gegn Silva hafi breytt honum sem bardagamanni á sínum tíma.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular