spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDerrick Lewis fær að borða frítt út ævina á Popeyes með sigri...

Derrick Lewis fær að borða frítt út ævina á Popeyes með sigri um helgina

Derrick Lewis hefur ekki farið leynt með ást sína á Popeyes kjúklingnum. Nú er Popeyes orðinn opinber stuðningsaðili Lewis en Lewis berst um þungavigtartitilinn á laugardaginn.

Derrick Lewis mætir Daniel Cormier um þungavigtartitilinn á UFC 230 á laugardaginn. Bardaginn fer fram í Madison Square Garden og hefur Lewis vaxið mikið sem stjarna á undanförnum vikum.

Nú hefur Popeyes kjúklingastaðurinn lofað því að allir borði frítt milli 14 og 16 á sunnudaginn ef Lewis tekst að sigra Daniel Cormier. Þá mun Lewis borða frítt á staðnum út ævina takist honum að sigra Cormier og verða þungavigtarmeistari. Popeyes er síðan orðinn opinber styrktaraðili Lewis.

 

View this post on Instagram

 

Hit the link in the bio to get a shirt. This is the last week @popeyeslouisianakitchen @krubobperez

A post shared by Derrick Lewis (@thebeastufc) on

Derrick Lewis fékk fjölmarga fylgjendur á Instagram eftir sigur sinn á Alexander Volkov á UFC 229 í síðasta mánuði. Lewis er nú með 1,4 milljón fylgjendur á Instagram.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular