spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDiaz stóðst tvö próf en féll á einu á sama kvöldi -...

Diaz stóðst tvö próf en féll á einu á sama kvöldi – „Læknisfræðilega ólíklegt“

Nick DiazNick Diaz var á dögunum dæmdur í fimm ára keppnisbann af íþróttasambandi Nevada eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í þriðja sinn. Lögmaður Diaz er afar ósáttur við íþróttasambandið og hefur ýmislegt til síns máls.

Nick Diaz hafði tvisvar áður fallið á lyfjaprófi vegna marijúana reykinga og því kom þriðja brotið eftir bardagann gegn Anderson Silva fáum á óvart. Diaz fór þrisvar í lyfjapróf þann 31. janúar er hann mætti Anderson Silva. Tvö af þessum lyfjaprófum voru hins vegar neikvæð.

Fyrsta þvagsýni Diaz var tekið kl. 20:12 kvöldið sem hann mætti Anderson Silva. Það sýni var tekið af starfsmanni SMRTL rannsóknarstofunnar sem er viðurkennd af WADA (World Anti-Doping Agency). Lyfjaprófið reyndist neikvætt og kom ekkert óhreint fram í niðurstöðu prófsins – hvorki marijúana né frammistöðubætandi lyf.

Kl. 22:38, eftir bardaga hans gegn Silva, veitti hann annað þvagsýni sem framkvæmt var af Quest. Sú rannsóknarstofa er ekki viðurkennd af WADA. Það sýni reyndist hafa 300 ng/mL af niðurbrotsefnum marijúana sem er tvöfalt hærra en 150 ng/mL leyfilegt magn.

Kl. 23:55 veitti Diaz annað þvagsýni fyrir SMRTL rannsóknarstofuna og kom ekkert óhreint fram á því lyfjaprófi.

Málsvörn Diaz fékk til sín sérfræðing sem sagði það: „læknisfræðilega ólíklegt,“ að bardagamaður gæti staðist tvö próf og fallið á einu á sama kvöldi. Lögfræðingur Diaz, Lucas Middlebrook, hefur því kannski eitthvað til síns máls þegar hann segir að ákvörðun íþróttasambandsins sé hvorki byggð á staðreyndum né sönnunargögnum.

Íþróttasambandið aftur á móti byggir sína ákvörðun á þeirri staðreynd að Diaz svaraði neitandi (á sérstökum spurningalista fyrir bardagamenn tveimur vikum fyrir UFC 183) um að hafa neytt lyfja tveimur vikum fyrir keppni. Auk þess hefur hann auðvitað tvisvar áður fallið á lyfjaprófi í Nevada fylki (2007 og 2012). Íþróttasambandið réttlætti einnig fimm ára bannið með því að segja Diaz hafa vanvirt reglurnar og íþróttasambandið.

Málið hefur vakið upp mikla reiði í bardagasamfélaginu og ekki einungis vegna vinsælda Diaz sem bardagamanns. Málið er ansi undarlegt sama hvaða álit fólk hefur á Diaz og hans fyrri brotum. Næstu skref í málsvörn Diaz er að fara með málið fyrir hæstarétt Nevada fylkis.

Luke Thomas, einn af ritstjórum MMAfighting.com, kemur með góða punkta í myndbandinu hér að neðan þar sem hann gagnrýnir bannið. Hann bendir m.a. á óáreiðanleika þvagsýna.

Ariel Helwani gagnrýnir íþróttasambandið fyrir hegðun þeirra:

Heimild: Tvær greinar MMA Junkie

http://mmajunkie.com/2015/05/nick-diaz-passed-two-drug-tests-and-failed-one-in-hours-surrounding-ufc-183

http://mmajunkie.com/2015/09/nick-diazs-team-plans-further-legal-action-after-kangaroo-court-suspension

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular