spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDiego Sanchez lét draum manns með Downs heilkenni rætast

Diego Sanchez lét draum manns með Downs heilkenni rætast

Isaac ‘The Sherminator’ Marquez er mikill MMA aðdáandi. Isaac fékk að upplifa gamlan draum á dögunum þegar hann barðist sinn fyrsta MMA bardaga gegn goðsögninni Diego Sanchez.

Hinn 32 ára Isaac Marquez er með Downs-heilkenni og býr í Albuquerque í Bandaríkjunum. Jackson-Wink bardagaklúbburinn er staðsettur í borginni þar sem bardagamenn á borð við Diego Sanchez, Jon Jones og Holly Holm æfa.

Isaac kíkti á klúbbinn fyrr á árinu þar sem hann hitti Diego Sanchez. Sanchez bauð honum að koma og æfa með sér en Sanchez er með 40 bardaga að baki en 27 þeirra hafa farið fram í UFC.

Eftir nokkra mánuði af æfingum var hann tilbúinn í bardaga og mætti sjálfum Diego Sanchez um síðustu helgi. Isaac barðist fyrir mömmu sína sem er fallin frá. Isaac sigraði Sanchez með armlás í 1. lotu og misstu áhorfendur sig úr fögnuði.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular