0

Diego Sanchez lét draum manns með Downs heilkenni rætast

Isaac ‘The Sherminator’ Marquez er mikill MMA aðdáandi. Isaac fékk að upplifa gamlan draum á dögunum þegar hann barðist sinn fyrsta MMA bardaga gegn goðsögninni Diego Sanchez.

Hinn 32 ára Isaac Marquez er með Downs-heilkenni og býr í Albuquerque í Bandaríkjunum. Jackson-Wink bardagaklúbburinn er staðsettur í borginni þar sem bardagamenn á borð við Diego Sanchez, Jon Jones og Holly Holm æfa.

Isaac kíkti á klúbbinn fyrr á árinu þar sem hann hitti Diego Sanchez. Sanchez bauð honum að koma og æfa með sér en Sanchez er með 40 bardaga að baki en 27 þeirra hafa farið fram í UFC.

Eftir nokkra mánuði af æfingum var hann tilbúinn í bardaga og mætti sjálfum Diego Sanchez um síðustu helgi. Isaac barðist fyrir mömmu sína sem er fallin frá. Isaac sigraði Sanchez með armlás í 1. lotu og misstu áhorfendur sig úr fögnuði.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply