Saturday, May 18, 2024
HomeErlentDómarinn Marc Goddard útskýrir undarleg endalok besta bardaga helgarinnar

Dómarinn Marc Goddard útskýrir undarleg endalok besta bardaga helgarinnar

Þeir Ricky Simon og Merab Dvalishvili mættust á UFC bardagakvöldinu í Atlantic City á laugardaginn. Undir lok bardagans var Simon með hengingu en Dvalishvili tappaði aldrei út en samt var Simon úrskurðaður sigurvegari.

Bardaginn fór fram í bantamvigt og var Dvalishvili á góðri leið með að ná sigri. Hann skaut hins vegar í fellu í lok 3. lotu, lenti í „guillotine“ hengingu og reyndi Dvalishvili hvað hann gat til að sleppa úr hengingunni. Dvalishvili tappaði aldrei út en Simon var samt úrskurðaður sigurvegari eftir tæknilegt rothögg eftir 5:00 í 3. lotu.

Mikið hefur verið deilt um endalok bardagans en dómarinn Marc Goddard segir að rétti bardagamaðurinn hafi verið úrskurðaður sigurvegari. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að í lok bardagans, jafnvel fyrr, þegar bjallan glumdi var Dvalishvili meðvitundarlaus. Hann var alveg úti. Í þannig tilviki ætti þetta að vera tæknilegt uppgjafartak,“ sagði Goddard.

Dvalishvili mótmælti kröftulega niðurstaða bardagans og segist aldrei hafa verið meðvitundarlaus. „Simon tók mig niður og ég gat ekki hreyft mig. Ég beið bara þar sem það var skammt eftir af bardaganum. Þegar bardaginn var búinn var ég þreyttur og lá þess vegna bara niðri. Ég vissi að ég hefði unnið. Læknarnir sögðu mér að liggja kyrr en ég veit ekki af hverju þeir gáfu honum sigurinn. Mér fannst ég vinna, ég tapaði ekki þessum bardaga.“

Goddard er ekki á sama máli og Dvalishvili. „Hann tapaði þessum bardaga. Þó hann hafi verið fljótur að jafna sig tapaði hann þessum bardaga undir reglunum og réttur sigurvegari var krýndur.“

Þá segir dómarinn reynslumikli Big John McCarthy að Simon hafi rotast eftir eigin fellu eftir að hafa skollið í gólfið. Tap eftir tæknilegt rothögg hafi þó verið röng niðurstaða en sigurvegarinn var réttur.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular