spot_img
Friday, January 10, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDominick Cruz tjáir sig um orðróma um að hann leggi hanskana á...

Dominick Cruz tjáir sig um orðróma um að hann leggi hanskana á hilluna eftir bardagann gegn Rob Font

Dominick Cruz var í viðtali hjá ESPN þar sem hann sat fyrir svörum um bardaga sinn gegn Rob Font á UFC Fight Night 252. Cruz var spurður um orðróm sem ganga um netheima sem segja að hann gæti lagt hanskana á hilluna eftir bardaga hans við Font.

Cruz sagði að í hans huga hafi hann ekki tapað síðast bardaga gegn Marlon Vera út af hæfni eða vegna hugarfars, hann hafi verið með í bardaganum þangað til hann var kláraður. Þegar ég var rotaður í síðasta bardaga var ég sjálfur að reyna að klára bardagann, sagði Cruz. Þegar ég horfði aftur á bardagann gegn Vera þá reyndi ég að vera ekki of harður við mig, það er hluti af leiknum að taka á sig högg stundum ná þeir manni, það gerist.

Cruz kvaðst hafa verið inni í bardaganum og átt góða möguleika. Ég var ekki hægari en Vera, ég leit ekki út fyrir að eiga ekki heima í hringnum sagði Cruz. Cruz telur að hann hafi notað ranga tækni sem hentaði illa gegn Vera. Hæfileikarnir og tæknin eru enn til staðar en hvort ég hætti veltur mikið á meiðslum og öðrum slíkum breytum, þá sé ég hvernig æfingarbúðir ganga fyrir bardagann, við vitum að þær eru erfiði hlutinn ekki bardaginn, sagði Cruz að lokum.

Gengi Cruz undanfarin ár hefur verið misjafnt, hann hefur verið í talsverðum meiðslavandræðum undanfarin ár og hefur barist fjóra bardaga frá því að hann tapaði gegn Cody Garbrandt árið 2016. Stíll Cruz þótti alltaf sérstakur og á tímabili áttuðu bardagamenn sig hreinlega ekki á því hvernig ætti að berjast gegn honum, en undanfarið hafa bardagamenn fundið svörin við bardagastíl hans. Það vekur upp spurningar hvort hann hafi ekki aðlagast breyttum aðstæðum í kjölfar meiðsla og þá er hann vissulega að fara af sínu léttasta skeiði enda 39 ára gamall og berst í bantamvigtinni en líftími bardagamanna í léttari þyngdum virðist vera aðeins styttri en í þeim þyngri.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið