Dominick Reyes tapaði fyrir Jon Jones á UFC 247 á laugardaginn. Bardaginn var gríðarlega jafn en Reyes telur sig hafa unnið bardagann.
Jon Jones sigraði eftir einróma dómaraákvörðun en deilt er um hvort Jones eða Reyes hafi sigrað og eru skiptar skoðanir.
Samkvæmt dómurunum vann Jones 48-47, 48-47 og 49-46 en sigurvegarinn í hverri lotu fékk 10 stig en andstæðingurinn 9 stig. Reyes var ekki sáttur með niðurstöðuna.
„Mér finnst þetta vera vanvirðing. Einn dómarann var með þetta 49-46 fyrir Jones. Hver ertu? Ég gæti viljað eiga orð við þig,“ sagði Reyes á blaðamannafundinum eftir bardagann.
„Fyrir utan það veit ég að ég vann þennan bardaga. Ég var inn í þessum bardaga. Ég þarf ekki að horfa á endursýningu, ég var þarna. Ég lét Jon Jones líta út fyrir að vera mannlegur. Ég gerði þetta að bardaga.“
Margir vilja sjá Reyes fá annan bardaga gegn Jon Jones og útilokaði Dana White það ekki eftir bardagann.
„Ég myndi pottþétt vilja annan bardaga. Ég vann. Og þetta var mjög umdeilt. Það er ekki eins og hann hafi rústað mér og ég hafi verið skjálfandi í horninu og biðja hann um að meiða mig ekki. Nei, ég gerði þetta að bardaga. Ég fer heim, hvíli mig, fer í frí, sest svo niður með Dana og skoða framtíðina. Sama hvað, þá sýndi ég hver ég er og margir virða það.“
Þetta var fyrsta tap Reyes sem atvinnumaður og er hann nú 12-0 í MMA. Jones hrósaði Reyes eftir bardagann og sagði að enduratið þeirra yrði svakalegt.