spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDonald Cerrone: Væri töff að vera bestur í heiminum í einhverju

Donald Cerrone: Væri töff að vera bestur í heiminum í einhverju

Donald Cerrone var í skemmtilegu viðtali á dögunum þar sem hann talaði um titilbardagann, Reebok samninginn og Budweiser.

Cerrone var staddur á búgarði sínum þegar viðtalið við Inside MMA fór fram. Hann var að venju með kúrekahattinn sinn og drakk Budweiser en bjórframleiðandinn er einn af hans aðal styrktaraðilum.

Cerrone var æstur að fá titilbardagann en aðallega þó til að fá að berjast aftur sem fyrst. „Ég berst til að berjast. Titillinn skiptir mig ekki öllu. Ég fer þarna bara til að hafa gaman, geri það sem ég geri. Það væri samt töff að vera bestur í heiminum í einhverju. Væri töff að geta afhent ömmu minni beltið, hún myndi dýrka það,“ sagði Cerrone. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular