Donald Cerrone átti frábæra frammistöðu þegar hann sigraði Alexander Hernandez í gær. Eftir sigurinn í gær óskaði hann eftir bardaga gegn Conor McGregor.
Þetta var fyrsti bardagi Cerrone í léttvigt eftir nokkur ár í veltivigt. Cerrone kláraði Hernandez með tæknilegu rothöggi í 2. lotu og leit virkilega vel út.
Núna vill hann fá topp 5 andstæðing og helst Conor McGregor. Cerrone er með augun á léttvigtartitlinum og myndi sigur á Conor færa hann nær titlinum.
Conor McGregor virtist taka vel í þetta og hrósaði Cerrone.
For a fight like that Donald, I’ll fight you.
Congratulations.— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) January 20, 2019
Cerrone var samt meðvitaður um að Conor stjórni ferðinni þegar kemur að velja sinn næsta bardaga og vildi ekki verða of spenntur. Cerrone hefur áður óskað eftir bardaga gegn Conor og spurning hvort hann fái bardagann á þessu ári.