spot_img
Thursday, March 27, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDricus varði beltið gegn Strickland

Dricus varði beltið gegn Strickland

Aðalbardagi UFC 312 var á milli Dricus Du Plessis og Sean Strickland. Það var mikil spenna sem fylgdi þessum endurleik en flestir voru sannfærðir um að Strickland hefði unnið fyrri bardagann. Rétt fyrir þennan bardaga komu út myndir sem gáfu til kynna að Strickland væri með staph-sýkingu. Það hefur vanalega mikil áhrif á undirbúning og frammistöðu inni í búrinu, en Strickland harðneitaði fyrir að vera með sýkingu. Það var einnig gefið út fyrir bardagann að Khamzat fengi næsta titilskot og myndi þá mæta annaðhvort Strickland eða Du Plessis.

Bardaginn byrjaði rólega og var standandi nær allan tímann. Jabbið var í aðalhlutverki hjá Strickland en Du Plessis gerði ögn betur í því að flétta saman högg og spörk. Það bar þó strax á því að Strickland var ekki jafn afkastamikill og aðdáendur hafa vanist til þess og því auðvelt að hugsa ekki til mögulegrar sýkingar.

Allar loturnar voru fremur jafnar en Du Plessis gerði vel í að vinna alltaf aðeins meira en Strickland og lenda betur. Í fjórðu tókst Du Plessis að nefbrjóta Strickland, sem var sjáanlega sleginn út af laginu í kjölfarið.

Niðurstaðan var einróma dómaraákvörðun til Du Plessis sem mætir næst Kamzhat upp á beltið.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið