spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDustin Poirier fær titilbardaga gegn Max Holloway í léttvigt

Dustin Poirier fær titilbardaga gegn Max Holloway í léttvigt

Léttvigtin hefur verið í ákveðinni óvissu síðustu vikur en nú virðist einn titilbardagi vera kominn á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway er á leið upp til að berjast um bráðabirgðarbeltið gegn Dustin Poirier.

Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov er sem stendur í 9 mánaða banni sem klárast í júlí en hefur sagt að hann ætli sér ekki að berjast fyrr en í nóvember. UFC hefur því ákveðið að setja upp bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigtinni vegna fjarveru meistarans.

Í fyrstu var talið að Max Holloway myndi mæta Tony Ferguson en nú hefur ESPN og fleiri miðlar greint frá því að það verði Dustin Poirier sem muni mæta Holloway. Að sögn ESPN hafnaði Ferguson bardaganum gegn Holloway. Ferguson vann bráðabirgðarbeltið með sigri á Kevin Lee í október 2017 en var sviptur titlinum þegar hann meiddist.

Þegar allt virtist stefna í bardaga Holloway og Ferguson lét Poirier í sér heyra og bað UFC um að rifta samningi sínum. Poirier vildi annað hvort fá titilbardaga eða betur borgað ef hann átti að berjast bardaga þar sem enginn titill væri í húfi en nú er hann í það minnsta kominn með bráðabirgðartitilbardaga.

Bardagi Holloway og Poirier verður endurat en þeir mættust fyrst á UFC 142 í febrúar 2012 þar sem Poirier kláraði Holloway. Það var fyrsti bardagi Holloway í UFC en hann hefur nú unnið 13 bardaga í röð eftir tapið gegn Conor McGregor árið 2013.

Bardaginn fer fram á UFC 236 í Atlanta þann 13. apríl. Sama kvöld mætast þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya um bráðabirgðartitilinn í millivigt en þetta er í fyrsta sinn sem tveir bráðabirgðartitilbardagar verða á dagskrá á sama kvöldi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular