0

Edson Barboza um tapið gegn Khabib: Sárasta tap ferilsins

Edson Barboza var skiljanlega mjög svekktur eftir tapið gegn Khabib Nurmagomedov á UFC 219. Barboza segir að þetta hafi verið erfið kvöldstund þann 30. desember í fyrra.

Edson Barboza hafði unnið þrjá bardaga í röð þegar kom að bardaganum gegn Khabib. Hann hafði aldrei verið jafn nálægt titilbardaga í UFC og á bestu sigurgöngu ferilsins.

Hann átti hins vegar ekki roð í Khabib Nurmagomedov en Rússinn sigraði eftir dómaraákvörðun í gríðarlega einhliða bardaga. „Þetta var sárasta tap ferilsins. Ég bjóst alls ekki við þessu. Ég var í miklu uppnámi vikuna eftir bardagann þar sem ég var svo vel undirbuinn og átti frábærar æfingabúðir. Þetta var erfitt tap, enginn vafi á því,“ sagði Edson Barboza við MMA Fighting á dögunum.

Khabib tók Barboza ítrekað niður upp við búrið og voru fyrstu tvær loturnar skoraðar 10-8 Khabib í vil. Khabib lenti 156 höggum í Barboza yfir loturnar þrjár.

„Þetta var nokkurn veginn eins og ég hafði ímyndað mér. Ég vissi að hann gæti ekki tekið mig niður í miðju búrinu. Ég vissi að hans eini séns væri að taka mig niður upp við búrið þannig að ég æfði það mikið. En hann gat samt spilað sinn leik og ég bara gat ekki komist undan. Það var vandamálið. Ég spilaði hans leik í 15 mínútur.“

Þrátt fyrir að hafa verið undir nánast allan tímann lét Barboza ekki deigan síga. Hann reyndi snúnings hælspörk í þriðju lotu sem voru ekki langt frá því að smellhitta. „Ég vissi allan tímann hvað var að gerast og trúði því allan tímann að ég gæti klárað þetta. Þetta var að ganga illa en ég hugsaði með mér að ég þyrfti bara eitt högg til að klára bardagann.“

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.