0

Myndband: Bardagi ársins 2016 – Doo-Ho Choi gegn Cub Swanson

Doo-Ho Choi berst aftur um helgina í fyrsta sinn eftir bardagann magnaða gegn Cub Swanson. Af því tilefni rifjum við upp þennan ótrúlega bardaga.

UFC 206 fór fram þann 10. desember 2016. Bardagakvöldið var ekki stjörnum prýtt og þótti slappt á pappírum. Annað kom hins vegar á daginn og reyndist bardagakvöldið vera eitt það skemmtilegasta það ár.

Þar ber hæst að nefna bardaga Doo-Ho Choi og Cub Swanson. Kóreska krúttið hafði unnið alla þrjá bardaga sína í UFC fram að þessu með rothöggi. Bardaginn var algjör flugeldasýning þar sem Choi sýndi ótrúlega hörku. Það dugði þó ekki til en Swanson sigraði eftir dómaraákvörðun.

Choi berst aftur núna um helgina en þá mætir hann Jeremy Stephens í aðalbardaga kvöldsins. Vanalega þegar UFC birtir gamla bardaga á Youtube er það til að sýna gamla sigra hjá þeim sem berjast á næsta bardagakvöldi. Þó Choi hafi tapað þessum bardaga þá var bardaginn það góður að ekki verður komist hjá því að tala um hann. Choi barðist ekkert árið 2017 og verður gaman að sjá hann aftur í eldlínunni nú á sunnudaginn.

Sjón er sögu ríkari og er þetta einn af þeim bardögum sem allir bardagaaðdáendur hreinlega verða að sjá.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.