spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaEgill sigraði eftir dómaraákvörðun

Egill sigraði eftir dómaraákvörðun

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Egill Øydvin Hjördísarson sigraði Will Jones eftir dómaraákvörðun í erfiðum bardaga. Egill sigraði fyrstu og þriðju lotu.

Will Jones fór snemma í fellu í upphafi bardagans eins og búist var við og keyrði Egil upp við búrið. Þar snéri Egill honum á bakið og fór í D’Arce hengingu en Egill er mjög lunkinn við að ná hengingunni. Will Jones varðist þó vel og slapp.

Út lotuna stjórnaði Egill bardaganum algjörlega og náði bakinu nokkrum sinnum. Egill reyndi að ná „rear naked choke„ en komst aldrei undir hökuna til að klára þetta. Fyrsta lota kláraðist sem Egill sigraði örugglega.

Önnur lota var mun jafnari. Will Jones náði fellunni og voru þeir í mikilli stöðubaráttu upp við búrið. Egill náði þó nokkrum þungum höggum í Jones sem virtist um tíma vera vankaður. Jones náði þó fellu og komst ofan í „mount“ þar sem hann lét Egil finna fyrir því. Egill náði að sleppa og endaði ofan á áður en lotan kláraðist. Jones sigraði þessa lotu og var því allt undir fyrir þriðju og síðustu lotuna.

Þriðja lotan var einnig afar jöfn. Jones pressaði fram og náði Agli niður í örskamma stund áður en okkar maður stóð aftur upp. Aftur náði Egill nokkrum fínum höggum í Jones og hitti með hásparki en sparkið var þó full laust til að gera mikinn skaða. Á þessum tímapunkti var Egill sennilega að tapa en þegar lotan var hálfnuð náði hann sinni fellu og endaði bardagann ofan á.

Það var því mikil spenna þegar kynnirinn las upp dómaraúrskurðinn en Egill fór með sigur af hólmi eftir einróma dómaraákvörðun. Fellan í þriðju lotu hefur sennilega tryggt honum sigurinn og var þetta því eflaust frábær reynsla fyrir Egil. Frábær sigur hjá Agli í hörku bardaga gegn hörðum andstæðingi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular